Skilmálar
Algorithmics

Reykjavik - Menntaborg ehf. áskilur sér rétt til að rukka fullt námskeiðsgjald ef þátttakandi hættir við þátttöku og tilkynnir ekki forföll á netfangið reykjavik@algorithmicschool.com eða í síma 835 1035 eigi síðar en þremur virkum dögum fyrir upphaf námskeiðs. Leyfilegt er að senda annan þátttakanda í stað þess sem forfallast. Hætti nemandi á námskeiði eftir að námskeið er hafið er ekki hægt að krefjast endurgreiðslu. Algorithmics Reykjavik - Menntaborg ehf. ber ekki skylda til að bæta upp fyrir tímum sem misst hefur verið úr.

Algorithmics Reykjavik - Menntaborg ehf. áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum vegna ónægrar þátttöku og sameina hópa ef færri en fjórir nemendur eru í fjarkennsluhóp og færri enn átta nemendur eru í staðkennluhóp á hverjum tíma, einnig að hliðra til kennslu og breyta tímasetningu kennslunnar við sameiningu hópa. Ef sameining hópa eða breyting á tímasetningu námskeiðs kemur til, er gefinn kostur á að gera hlé á námi og halda áfram síðar.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.